top of page

Skilmálar

Almennir viðskiptaskilmálar
Myndapartý er rekið af Fotomax ehf., kt. 610119-0500. Ákvæði viðskiptaskilmála þessa taka til allra viðskipta viðskiptavina við Myndapartý, hvaða vörur eða þjónustu sem viðskiptavinir kaupa eða þiggja úr hendi Myndapartý.
​
Pöntun myndakassa og/eða fylgihluta
Pöntun á leigu á myndakössum og/eða fylgihlutum (hér eftir „hið leigða“) skal fara fram í gegnum pöntunarform á vefsíðu Myndapartý eða með tölvupósti. Pöntun skal innihalda nafn, netfang og símanúmer leigjanda, sem jafnframt er ábyrgðarmaður á leigu gagnvart Myndapartý, upplýsingar um hvar hið leigða skuli afhent, ásamt öðrum upplýsingum sem óskað er eftir í samskiptum Myndapartý við leigjanda. Við móttöku pöntunar mun Myndapartý staðfesta leigu á hinu leigða með tölvupósti til leigjanda. Við staðfestingu Myndapartý er hið leigða tekið frá í 3 (þrjá) daga, en innan þess tíma skal staðfestingargjald greitt samkvæmt staðfestingarbréfi Myndapartý. Er staðfestingargjald hluti leiguverðs fyrir hið leigða og er það óendurkræft. Sé staðfestingargjald ekki innt af hendi innan tilskilins tíma er hið leigða ekki lengur frátekið og getur Myndapartý ekki ábyrgst afhendingu hins leigða. Í síðasta lagi viku fyrir fyrirhugaða leigu sendir Myndapartý leigjanda greiðslufyrirmæli vegna eftirstöðva leigugreiðslu. Greiðsla fyrir leigu á hinu leigða skulu inntar af hendi í síðasta lagi daginn fyrir fyrirhugaða leigu. Myndapartý mun ekki afhenda leigjanda hið leigða hafi greiðslur ekki verið inntar af hendi innan tilskilins tíma.
​
Framkvæmd leigu
Almennt er gert ráð fyrir því að leigjandi sæki allan búnaðinn til okkar uppá Kleppsmýrarveg 8 nema greitt sé aukalega fyrir uppsetningu. Leiðbeiningar á uppsetningu fylgja með og er uppsetning mjög einföld. Ef greitt er aukalega fyrir uppsetningu skulu leigjandi og Myndapartý sammælast um hvenær hentugast sé að annast uppsetningu hins leigða og frágangi þess að leigu lokinni, innan þeirra tímamarka sem leiga hins leigða nær til. Gert er ráð fyrir að frágangur hins leigða fari fram eigi síðar en á miðnætti sé leiga á virkum degi en sé leiga um helgi er gert ráð fyrir að frágangur hins leigða fari fram daginn eftir leigu, nema að um annað sé sérstaklega samið. Það er alfarið á ábyrgð leigjanda að skila búnaðinum eftir leigutíma.
​
Skila skal búnaðinum á Kleppsmýrarveg 8 (beint á móti Bónus í Skútuvoginum)
Á virkum dögum milli 09-14
á laugardögum frá 11-14
​á sunnudögum milli 11-12
 
Ábyrgð og bótaskylda leigjanda
Með greiðslu leigugjalds samþykkir leigjandi og ábyrgist að hann taki fulla og ótakmarkaða ábyrgð á hinu leigða meðan það er í vörslu leigjanda.

​

Ábyrgð og bótaskylda Myndapartý
Myndapartý tekur enga ábyrgð á því tjóni sem kann að verða vegna komi til þess að hið leigða sé eða verði óstarfshæft meðan á leigu stendur.
​
Trúnaður og meðferð persónuupplýsinga
Við pöntun fara upplýsingar um viðskiptavin í gagnagrunn Myndapartý og samþykkir viðskiptavinur vistun upplýsinganna með greiðslu staðfestingargjalds. Myndapartý ábyrgist að farið verði með upplýsingarnar sem trúnaðarmál og þær ekki afhentar þriðja aðila nema með samþykki viðskiptavinar eða ef dómsúrskurður eða lög gera kröfu um. Engar upplýsingar um greiðslukort viðskiptavinar eru geymd í gagnagrunni Myndapartý.
 
Ákvæði almenns eðlis
Skilmálar þessir heyra undir íslensk lög og skal öllum ágreiningi um þá vísað til úrlausnar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Viðskiptaskilmálarnir eru ófrávíkjanlegir og gilda um öll þau atriði sem koma fram í þeim nema að um annað sé samið með skriflegum hætti. Um vöru- og þjónustukaup einstaklinga utan atvinnurekstrar gilda ennfremur lög um neytendakaup nr. 48/2003 og/eða lög um þjónustukaup hr. 42/2000, og ganga þau lög framar viðskiptaskilmálunum.
bottom of page